„Eitt atkvæði í hús“ og brosti
Páll Valur Björnsson, frambjóðandi Bjartrar framtíðar í Suðurkjördæmi, sem skipar fyrsta sæti listans í kjördæminu, var með fyrstu mönnum til að kjósa í Grindavík í morgun. „Það er að minnsta kosti komið eitt atkvæði í hús,“ sagði Páll Valur og brosti, þegar hann ræddi við Víkurfréttir á kjörstað í morgun.
Björt framtíð er ekki með kosningaskrifstofu en þess í stað opnaði Páll Valur heimili sitt í gærkvöldi og bauð upp á súpu fyrir þá sem vildu hafa aðgang að frambjóðendum Bjartrar framtíðar.
VF-mynd: Hilmar Bragi