Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Eiríkur Tómasson látinn
Mánudagur 21. ágúst 2023 kl. 12:06

Eiríkur Tómasson látinn

Eiríkur Tómasson, útgerðarmaður og forstjóri Þorbjarnar í Grindavík, lést föstudaginn 18. ágúst, sjötugur að aldri. Eiríkur var fæddur 17. maí 1953 í Grindavík; foreldrar hans voru Hulda Björnsdóttir, f. 1931, d. 2008, og Tómas Þorvaldsson, f. 1919, d. 2008. Hann var elstur fjögurra barna þeirra; yngri eru Gunnar, f. 1954, Stefán Þorvaldur, f. 1956, og Gerður Sigríður, f. 1960.

Eiríkur lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands árið 1973 og brautskráðist sem viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands 1978. Á því ári kom hann til stjórnunarstarfa hjá Þorbirni hf., fyrirtæki sem faðir hans stofnaði ásamt fleirum árið 1953. Þegar þarna var komið sögu var Þorbjörn kominn í aðaleigu Tómasar og fjölskyldu hans. Bræðurnir Gunnar og Eiríkur léku ásamt fleirum aðalhlutverk við rekstur og uppbyggingu Þorbjarnar, til þess að verða eitt af allra stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins – með fjölda báta og stóra landvinnslu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Starfa sinna vegna gegndi Eiríkur margvíslegum félags- og trúnaðarstörfum. Hann sat í stjórn Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, áður LÍÚ, Samtaka atvinnulífsins, Fiskifélags Íslands og Hafrannsóknarstofnunar.

Eiríkur var forstjóri Þorbjarnar til ársins 2018 er hann lét af störfum vegna veikinda.

Eftirlifandi eiginkona Eiríks er Katrín Sigurðardóttir, f. 1963. Synir Eiríks eru Heiðar Hrafn, f. 1974, Tómas Þór, f. 1977, Gunnlaugur, f. 1982, Gunnar, f. 1988. Dóttir Katrínar er Kolbrún, f. 1983.