Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Fimmtudagur 2. ágúst 2001 kl. 10:03

Eiríkur Sigurðsson greiðir mestan skatt í Reykjanesumdæmi

Eiríkur Sigurðsson kaupmaður á Seltjarnarnesi greiðir mestan skatt í ár í umdæmi skattstjórans í Reykjanesi eða 93.202.895 krónur. Heildargjöld sem lögð eru á einstaklinga í umdæminu eru 32,6 milljarðar og hefur hækkað úr 27,6 milljörðum í fyrra. Þar af er tekjuskattur 15,3 milljarðar, útsvar 13,8 milljarðar og eignaskattur 1,1 milljarður.

Skatthæstu einstaklingarnir eru annars sem hér segir:
* 93.202.895 Eiríkur Sigurðsson, Seltjarnarnesi
* 53.099.984 Benóný Þórhallsson, Grindavík
* 29.626.941 Sólveig Edda Bjarnadóttir, Hafnarfirði
* 19.994.744 Hafsteinn E. Ingólfsson, Reykjanesbæ
* 13.686.997 Steinunn Pétursdóttir, Kópavogi
* 13.086.784 Jón Pálmason, Garðabæ
* 12.023.674 Siguríður H. Magnúsdóttir, Garðabæ
* 11.960.935 Steindór Haarde, Seltjarnarnesi
* 11.854.554 Sigvaldi G. Jónsson, Reykjanesbæ
* 11.749.578 Guðmundur Ragnarsson, Seltjarnarnesi

Meðaltal álagðra gjalda á einstaklinga eftir sveitarfélögum á Suðurnesjum, þegar börn eru ekki meðtalin er sem hér segir:
* 511.616 Grindavík
* 486.096 Reykjanesbæ
* 422.600 Sandgerði
* 420.788 Vatnsleysustrandarhreppi
* 410.348 Gerðahreppi
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024