Eiríkur Árni sýndi í Frakklandi
Tónskáldið og myndlistarmaðurinn Eiríkur Árni Sigtryggsson var í Frakklandi í lok nóvember. Honum var boðið að sýna á samsýningu nokkurra franskra myndlistarmanna í borginni Buc, sem er ein af útborgum Parísar. Sýndi hann 15 allstór málverk.
Rætur myndanna eru úr Íslendingasögunum og náttúrutrú Íslendinga, dulúð gömlu trúarbragðanna og þjóðsagnanna sem eru full af álfum og tröllum.
Viðbrögð frakka voru mjög jákvæð. Þótti þeim myndirnar nýstárlegar og stíllinn persónulegur. Sérstaklega þótti litaval listamannsins sérstakt, enda eru málverkin litrík.
Eiríkur Árni var heiðursgestur sýningarinnnar og var ein mynda hans notuð á öll auglýsingaspjöld og á öll boðskort.
Eiríkur Árni er einnig tónskáld í nútímaklassískum anda og lék hann lítið píanóverk eftir sjálfan sig við opnun sýningarinnar.
Þess má geta að Sinfoníuhljómsveit Íslands mun frumflytja verk eftir Eiríki Árna í febrúar á næsta ári.
Rætur myndanna eru úr Íslendingasögunum og náttúrutrú Íslendinga, dulúð gömlu trúarbragðanna og þjóðsagnanna sem eru full af álfum og tröllum.
Viðbrögð frakka voru mjög jákvæð. Þótti þeim myndirnar nýstárlegar og stíllinn persónulegur. Sérstaklega þótti litaval listamannsins sérstakt, enda eru málverkin litrík.
Eiríkur Árni var heiðursgestur sýningarinnnar og var ein mynda hans notuð á öll auglýsingaspjöld og á öll boðskort.
Eiríkur Árni er einnig tónskáld í nútímaklassískum anda og lék hann lítið píanóverk eftir sjálfan sig við opnun sýningarinnar.
Þess má geta að Sinfoníuhljómsveit Íslands mun frumflytja verk eftir Eiríki Árna í febrúar á næsta ári.