Einungis maki getur verið viðstaddur fæðingu
Vegna Covid-19 faraldursins þarf Ljósmæðravaktin á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja að grípa til ráðstafana.
Hvorki makar né aðstandendur fá að fylgja konum í mæðravernd eða sónarskoðun. Makar og aðstandendur eru beðnir um að koma ekki með inn á deildina.
Einungis maki getur verið viðstaddur fæðingu en ekki aðrir aðstandendur.
Engar heimsóknir eru leyfðar til sængurkvenna.
Ekki er hægt að bjóða upp á nálastungur að svo stöddu.
Ef þarf að sækja vottorð – vinsamlega hringja á undan sér og vottorðum verður komið niður í afgreiðsluna þar sem skjólstæðingar geta nálgast þau.
Það er MJÖG mikilvægt að konur hringi á undan sér og tali við ljósmóður áður en þær koma. Sími 4220542
Ljósmæðravaktin fylgir tilmælum Landlæknis og Almannavarna og biður skjólstæðinga og fjölskyldur þeirra að sýna þessum tilmælum skilning.