Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Einstök veðurblíða
Miðvikudagur 30. júlí 2008 kl. 07:50

Einstök veðurblíða

Veðurspá fyrir Faxaflóa:Fremur hæg norðaustlæg eða breytileg átt og léttskýjað. Hiti víða 18 til 26 stig. Að mestu skýjað á morgun og sums staðar lítilsháttar væta. Dregur úr mestu hlýindunum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á fimmtudag:

Austan og norðaustan 5-13 m/s, hvassast með suðurströndinni og norðvestan. Lítilsháttar væta suðaustanlands, sums staðar þokuloft við norður- og austurströndina. Bjartviðri víðast hvar annars staðar. Hiti víða 16 til 24 stig, hlýjast á Vesturlandi.

 

Á föstudag:

Norðaustlæg átt 5-10 m/s og smáskúrir um landið sunnanvert, skýjað og þurrt norðanlands, sums staðar þokubakkar við ströndina. Kólnar lítið eitt.

 

Á laugardag, sunnudag og mánudag:

Fremur hæg austan- og norðaustanátt. Skýjað með köflum eða bjartviðri og yfirleitt þurrt. Áfram hlýtt í veðri.

 

Á þriðjudag:

Norðanátt og kólnandi veður.

Meira á vedur.is.