Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Einstaklingur veldur tjóni í björgunarskipi
Sunnudagur 29. júlí 2007 kl. 02:24

Einstaklingur veldur tjóni í björgunarskipi

Það var ljót aðkoman um borð í björgunarskipinu Verði í Sandgerðishöfn í kvöld. Búið var að maka smurfeiti víða um björgunarskipið, róta í búnaði og tæma úr tveimur duftslökkvitækjum inni í skipinu og yfir björgunarhraðbátinn Kidda Lár, sem er bundinn utaná Vörðinn.

Ætla má að sá einstaklingur sem veldur slíku tjóninu á björgunarskipi sé vanheill og erfitt er að gera sér í hugarlund hvað viðkomandi gengur til með verknaði sínum. Mikið var lagt upp úr því að maka smurfeitinni á alla hurðahúna og í sæti. Þá var slökkvidufti meðal annars sprautað yfir tækjabúnað í stýrishúsi. Það hefur því talsverður tími farið í skemmdarverkið.


 

 

Til allrar lukku var ekkert brotið, en talsverð vinna verður að þrífa skipið eftir aðfarirnar. Lögreglu hefur verið tilkynnt um málið og skoðaði hún aðstæður í gærkvöldi.

Ekki er ljóst hvenær skemmdarverkin hafa átt sér stað, en þeir sem orðið hafa varir við grunsamlegar mannaferðir við Vörð í Sandgerðishöfn síðustu daga eru beðnir um að hafa samband við lögregluna á Suðurnesjum.

 

 


Myndir frá vettvangi skemmdarverksins teknar í gærkvöldi, laugarsdagskvöld.

VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024