Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Einstaklingum í fjárhagsaðstoð og með húsnæðisstuðning fjölgar
Mánudagur 16. ágúst 2021 kl. 09:17

Einstaklingum í fjárhagsaðstoð og með húsnæðisstuðning fjölgar

Í júní 2021 fengu 149 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð frá Reykjanesbæ, alls voru greiddar kr. 22.084.326. Í sama mánuði 2020 fengu 134 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð, alls voru greiddar kr. 18.607.766. Umsækjendum með samþykkta fjárhagsaðstoð hefur fjölgað um 11,2% milli júnímánaðar 2020 og 2021.

Í júní 2021 fengu alls 277 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning sveitarfélagsins, samtals að upphæð kr. 3.785.155. Í sama mánuði 2020 fengu 227 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning, samtals kr. 3.044.856. Umsækjendum með samþykktan sérstakan húsnæðisstuðning fjölgar um 22% milli mánaðanna júní 2020 og júní 2021.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í júní 2021 voru 30 mál lögð fyrir áfrýjunarnefnd. Sextán erindi voru samþykkt, níu erindum synjað og fimm erindum frestað.