Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Einstakar myndir af leðurskjaldböku í Garðsjó
Þriðjudagur 28. ágúst 2007 kl. 21:09

Einstakar myndir af leðurskjaldböku í Garðsjó

Skjaldbakan sem sást í hvalaskoðunarferð Moby Dick á Garðsjó í dag virðist vissulega vera Leðurskjaldbaka eins og haldið var í fyrstu, en ekki Loggerhead eins og einhverjir héldu.

Þetta má bersýnilega sjá á myndum sem Víkurfréttir hafa undir höndum, en Nancy Giordan, sem var í ferðinni, náði einstökum videomyndum af skepnunni þar sem hún synti í makindum sínum í átt að Garðskaga.

Leðurskjaldbökur, eða Dermochelys coriacea eins og þær heita á fræðamáli, eru í mikilli útrýmingarhættu. Í síðustu könnun á fjölda dýra var talið að fullorðin kvendýr væru um 20-30.000 talsins.

Helsta ógn við stofninn er að dýrin slæðast oft með afla fiskveiðimanna.

Ungviði leðurskjaldbökunnar þrífast einungis í hlýjum sjó, eða 26°c og hlýrri, en fullorðin dýr hafa fundist í sjó sem er undir 10 gráðum. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er sjávarhiti á þessum slóðum um, eða rétt yfir þeim hita.

Þá má geta þess að á vefnum Strandir.is segir frá svipuðu dæmi þar sem Einar Hansen, norskur Hólmvíkingur, fann árið 1963 risaskjaldböku á Steingrímsfirði og kom henni í land. Sú var tröllaukin, rúmir 2 metrar á lengd og um 375 kíló á þyngd.

Mynd: Hér sést skjaldbakan á sundi í dag

 

Hér má lesa um fundinn árið 1963 á strandir.is

Hér má sjá teikningu af leðurskjaldböku.

Hér má lesa umfjöllun um leðurskjaldböku

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024