Einstakar aðstæður við Brimketil
Framkvæmdir standa enn yfir við Brimketil á Reykjanesi en stefnt er að því að ljúka þeim í maí.
„Eins og sjá má á þessu myndbandi hafa jaxlarnir hjá ÍAV þurft að vinna við einstakar aðstæður. Pusið gengur reglulega yfir þá og hefur gert í allan vetur. Við bíðum spennt eftir því að allt verði klárt,“ segir Eggert Sólberg Jónsson hjá Reykjanes Geopark á fésbókarsíðu ferðaþjóna á Reykjanesi.
Meðfylgjandi myndskeið tók Ari Þórólfur, starfsmaður ÍAV, með flygildi yfir framkvæmdasvæðinu við Brimketil. Ljósmyndirnar með fréttinni eru skjáskot úr myndskeiði Ara.