Einsetningin kostar 2 milljarða
Ljóst er að einsetning grunnskóla Reykjanesbæjar mun kostar bæjarsjóð um 2 milljarða króna, þegar allt er tekið til, þ.e. bygging Heiðarskóla og breytingar á hinum skólunum. Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að upphæð 40 milljónir króna, sem nota á til einsetningarinnar, eins og önnur lán sem tekin hafa verið á undanförnum árum. Lánið er með breytilegum vöxtum, en nú eru þeir 4,5% til 10 ára. Bæjarráð samþykkti einnig að veitt sé trygging í tekjum sveitarfélagsins vegna lántökunnar.Einsetningu grunnskóla Reykjanesbæjar á að ljúka í haust. Að sögn Ellerts Eiríkssonar, bæjarstjóra Reykjanesbæjar, eru lán Lánasjóðsins með mjög hagstæðum vöxtum og því var tekin ákvörðun um að fá lán þar.