Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Eins og léttabátur Sæbjargar
Þriðjudagur 24. febrúar 2004 kl. 09:36

Eins og léttabátur Sæbjargar

Nokkrir skipverjar á björgunarskipinu Hannesi Þ. Hafstein, sem gert er út frá Sandgerði, tóku í gær þátt í þyrluæfingu í Reykjavík. Farið var á björgunarskipinu til æfingarinnar og í höfn var Hannesi Þ. Hafstein lagt utan á skólaskipið Sæbjörgu. Sæbjörg er stærsta skip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, en Hannes Þ. Hafstein hefur hingað til ekki verið talið lítið björgunarskip. Hér virkar hann hins vegar eins og léttabátur við hliðina á skólaskipinu.
Sigurður Stefánsson, vélstjóri, kokkur og kafari tók þessa skemmtilegu mynd.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024