Eins og beljum hleypt út á vorin
Opnað var að gosstöðvunum kl. 13 í dag. Björgunarsveitarfólk sem var við störf á staðnum, lýsti ástandinu þegar smellt var úr lás, eins og þegar beljum er sleppt út á vorin, fólk flykktist af stað!
Mest voru það útlendingar sem voru tilbúnir en eflaust mun komum Íslendinga fjölga eftir því sem líður á daginn. Stöðug bílaumferð var allan tímann á meðan blaðamaður staldraði við og ljóst að fjölmargir ætla sér að sjá dýrðina í dag.