Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Eins og á tímum Varnarliðsins
Fimmtudagur 4. september 2008 kl. 17:58

Eins og á tímum Varnarliðsins


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Það er óhætt að segja að traffíkin í Grænásbrekkunni eða á Grænásbraut, eins og gatan heitir í dag, hafi verið eins og á tímum Varnarliðsins nú síðdegis. Talsverð umferð var um gatnamót Grænásbrautar og Reykjanesbrautar og ástandið líktist því helst þegar íslenskir starfsmenn Varnarliðsins voru að fara til síns heima hér um árið. Nú iðar gamla herstöðin hins vegar aftur af lífi, en nú eru það Íslendingar sem hafa komið sér þar fyrir í flestum hornum.

Umrædd gatnamót kalla á úrbætur, því þarna eru umferðarslys að verða tíð, auk þess sem gangandi umferð á í miklum vandræðum með að komast yfir Reykjanesbrautina. Mikið af börnum eru búsett á Vallarheiði og mörg þeirra sækja skóla og félagslíf niður fyrir Reykjanesbraut og einhverjir freista þess að fara gangandi á milli hverfa í stað þess að nýta almenningssamgöngur.



Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson