Einnota myndavélin kostaði hálfa milljón króna!
Það lætur nærri að kostnaður vegna umstangs í kringum Falcon-einkaþotuna sem lenti í Keflavík fyrir tæpri viku með einnota myndavél, sem flugstjórinn taldi vera sprengju, sé um hálf milljón króna. Íslenska ríkið og Varnarliðið þurfa að standa straum af kostnaðinum og ekki er hægt að krefja eigendur flugvélarinnar um greiðslu.Um 20 manns komu að aðgerðum sem stóðu í um fjórar klukkustundir. Þá var notaður fjöldi bíla, bæði frá lögreglu og Slökkviliðinu á Keflavíkurflugvelli.
Stefán Thordersen hjá Flugmálastjórninni á Keflavíkurflugvelli sagði í samtali við Víkurfréttir í dag að það væri kappsmál Flugmálastjórnarinnar í Keflavík að svona aðgerðir séu skilvirkar og taki sem skemmstan tíma. Þannig megi spara mikla fjármuni og það sé betra fyrir alla aðila að hlutirnir gangi vel og fljótt fyrir sig. Flugmálastjórnin á Keflavíkurflugvelli mun í haust fá sérstaka bifreið sem verður notuð á vettvangi til að gegnumlýsa farangur. Bifreiðin er samskonar og bíll sem Tollgæzlan hefur til að gegnumlýsa farangur. Með tilkomu bílsins munu aðgerðir á vettvangi taka skemmri tíma. Síðast í vetur lenti þota frá Virgin flugfélaginu í Keflavík vegna sprengjuhótunar um borð, sem frægt er orðið, og þar þurfti að gegnumlýsa allan farangur.
Myndin: Lögreglan á Keflavíkurflugvelli á vakt við Falcon-þotuna í Keflavík sl. föstudagskvöld. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Stefán Thordersen hjá Flugmálastjórninni á Keflavíkurflugvelli sagði í samtali við Víkurfréttir í dag að það væri kappsmál Flugmálastjórnarinnar í Keflavík að svona aðgerðir séu skilvirkar og taki sem skemmstan tíma. Þannig megi spara mikla fjármuni og það sé betra fyrir alla aðila að hlutirnir gangi vel og fljótt fyrir sig. Flugmálastjórnin á Keflavíkurflugvelli mun í haust fá sérstaka bifreið sem verður notuð á vettvangi til að gegnumlýsa farangur. Bifreiðin er samskonar og bíll sem Tollgæzlan hefur til að gegnumlýsa farangur. Með tilkomu bílsins munu aðgerðir á vettvangi taka skemmri tíma. Síðast í vetur lenti þota frá Virgin flugfélaginu í Keflavík vegna sprengjuhótunar um borð, sem frægt er orðið, og þar þurfti að gegnumlýsa allan farangur.
Myndin: Lögreglan á Keflavíkurflugvelli á vakt við Falcon-þotuna í Keflavík sl. föstudagskvöld. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson