Föstudagur 14. október 2005 kl. 09:32
Einn tekinn ölvaður, annar réttindalaus
Tveir ökumenn voru stöðvaðir á för sinni af lögreglunni í Keflavík í nótt. Annar var grunaður um að hafa ekið bifreið undir áhrifum áfengis, en hinn reyndist ökuréttindalaus.
Að öðru leyti var næturvaktin hjá lögreglu með rólegasta móti og bar lítt til tíðinda.