Einn tekinn á hraðferð, annar fyrir ölvun
Einn ökumaður var stöðvaður vegna gruns um ölvun við akstur og annar var kærður fyrir hraðakstur á Reykjanesbraut í gær. Mældur hraði var 123 km þar sem hámarkshraði er 90 km.
Þá var einn ökumaður kærður fyrir of hraðan akstur á Garðskagavegi þar sem hann var mældur á 111 km hraða leyfður hraði er 90 og einn ökumaður var kærður fyrir að vera aka sviptur ökuleyfi. Há viðurlög eru við því að aka sviptur ökuleyfi.






