Miðvikudagur 21. mars 2012 kl. 10:13
Einn sólstafur slapp í gegn
Hann var heldur grár morguninn í Reykjanesbæ. Sólin reyndi þó sitt besta til að brjótast fram og náði að senda einn sólstaf niður í gegnum skýjahuluna yfir Keili. Myndin er tekin um kl. 09 í morgun frá Grænásvegi á Ásbrú. VF-mynd: Hilmar Bragi