Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Einn sektaður við Fjölbrautaskóla Suðurnesja
Þriðjudagur 27. janúar 2009 kl. 09:02

Einn sektaður við Fjölbrautaskóla Suðurnesja


Átak í bættri umferðarmenningu við Fjölbrautaskóla Suðurnesja virðist vera að skila tilætluðum árangri. Nú er hafin þriðja vika í átakinu og hóf lögreglan að sekta þá sem leggja bifreiðum sínum ólöglega í gærmorgun.

Nemendur og aðrir þeir sem eiga erindi í FS eru greinilega orðnir meðvitaðir um aðgerðirnar, því aðeins var skrifuð sekt á eina bifreið við skólann í gær, að sögn lögreglu.


Mynd: Svona var ástandið fyrir ekki svo löngu síðan við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og íþróttahúsið í Keflavík. Ljósmynd: Lögreglan

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024