Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Einn rófubeinsbrotnaði - annar fótbrotnaði
Föstudagur 18. nóvember 2016 kl. 13:22

Einn rófubeinsbrotnaði - annar fótbrotnaði

Unglingur sem datt aftur fyrir sig á reiðhjólastand í Grindavík í vikunni var talinn hafa rófubeinsbrotnað við fallið. Hann hafði tekið einhver skref aftur fyrir sig með þeim afleiðingum að hann féll á grindina. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.

Annar unglingur sem datt í hálku í Njarðvík var talinn hafa fótbrotnað við fallið. Hann var einnig fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem gert var að meiðslum hans.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024