Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Einn kettlinganna lifði af
Mánudagur 23. nóvember 2015 kl. 09:36

Einn kettlinganna lifði af

Einn af þeim þremur kettlingunum sem gotið var utan við heimili lögreglumanns hjá lögreglunni á Suðurnsjum í síðustu viku lifði ævintýrið af. Frá þessu er sagt á Facebook-síðu lögreglustjórans á Suðurnesjum.

Einn kettlinganna dó strax og annar daginn eftir. Læðan sem gaut kettlingunum náðist að lokum og var henni komið til kettlingana, en hún hafnaði þeim daginn eftir og lést einn kettlingurinn stuttu eftir það. Þessum eina sem lifði var komið í fóstur hjá læðu sem gaut sama dag og kettlingarnir þrír fæddust. Kettlingnum var gefið nafnið Glódís og braggast hún vel, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024