Einn kaupsamningur
Aðeins einum fasteignakaupsamningi var þinglýst á Suðurnesjum í síðustu viku. Hann var um eign í sérbýli og var upp á 11,6 milljónir króna samkvæmt fasteignaskrá Þjóðskrár. Að meðaltali hefur fjórum kaupsamningum verið þinglýst á Suðurnesjum síðustu 12 vikurnar.
Á sama tíma berast fréttir af aukinni veltu á höfuðborgarsvæðinu en þar var 72 kaupsamningum þinglýst í síðustu viku. Á sama tíma var 5 kaupsamningum þinglýst á Árborgarsvæðinu og 6 á Akureyri.