Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Einn í haldi vegna líkamsárásar
Sunnudagur 27. apríl 2008 kl. 09:45

Einn í haldi vegna líkamsárásar

Tvær líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglu í nótt. Báðar áttu sér stað í miðbæ Reykjanesbæjar. Í öðru tilfellinu var maður sleginn niður utan við skemmtistað. Maðurinn rotaðist við höggið og var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík þar sem hann var talinn kjálkabrotinn. Árásarmaðurinn var síðan handtekinn inni á skemmtistaðnum og gistir nú fangageymslu. Skýrsla verður tekin af honum í dag.

Tveir ökumenn voru á næturvaktinni kærðir fyrir meinta ölvun við akstur. Annar var stöðvaður í Njarðvík en hinn á Grindavíkurvegi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024