Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Einn handtekinn í Helguvík
Laugardagur 19. júlí 2008 kl. 17:34

Einn handtekinn í Helguvík




Einn aðgerðarsinni var handtekinn um það leyti sem aðgerðum þeirra var að var að ljúka í Helguvík í dag. Tæplega 40 manna hópur frá Saving Iceland stöðvaði vinnu á álverslóðinni í Helguvík klukkan 10 í morgun með því að hlekkja sig við vinnuvélar og klifra upp í byggingarkrana.

Sá sem var handtekinn hafði neitað að segja til nafns og huldi andlit sitt, að því er segir frá í frétt á Visir.is. Hann reyndi að komast af vettvangi á hlaupum en lögreglan náði honum fljótlega.
Aðrir aðgerðarsinnar sögðu til nafns og framvísuðu skilríkjum þegar lögregla óskaði eftir því og var leyft að halda á brott eftir að þau höfðu losað sig frá vinnuvélum á svæðinu. Fleiri aðgerðir gegn stóriðju eru boðaðar á næstu dögum.

Heimild: Visir.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ljósmynd: Lögreglan á vettvangi í morgun. Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi