Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Einn fluttur á sjúkrahús eftir fjölmargar bílveltur
Föstudagur 7. maí 2004 kl. 20:13

Einn fluttur á sjúkrahús eftir fjölmargar bílveltur

Einn var fluttur á sjúkrahús eftir bílveltu á Grindavíkurvegi á áttunda tímanum í kvöld. Bifreið sem ekið var í átt til Grindavíkur fót útaf veginum nærri afleggjaranum í Bláa lónið. Af ummerkjum á vettvangi að dæma virðist bíllinn hafa farið fjölmargar veltur áður en hann staðnæmdist á barmi hraungjótu. Ökumaður var einn í bílnum að sögn lögreglumanna á vettvangi. Hann mun vera 18 ára gamall og slasaðist á baki. Bifreiðin er mikið skemmd eftir velturnar og brak úr bílnum og ýmsir munir voru dreifðir yfir stórt svæði.
Ástæður slyssins eru óljósar sem stendur en þónokkur bremsuför eru á Grindavíkurvegi þar sem bifreiðin fór útaf veginum. Vegurinn var þurr og skyggni gott.

Meðfylgjandi ljósmyndir á vettvangi tók Hilmar Bragi Bárðarson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024