Fimmtudagur 5. febrúar 2004 kl. 10:05
				  
				Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur á Reykjanesbraut
				
				
				
Einn maður var fluttur til skoðunar á sjúkrahúsi eftir árekstur þriggja bíla á Reykjanesbraut um áttaleytið í morgun að sögn lögreglunnar í Keflavík. Lögreglan segir að bílarnir séu illa farnir eftir áreksturinn, en ekki er vitað um tildrög slyssins.