Einn fjarki og fjórir þristar í nótt
Eftir rúman hálfan sólarhring þar sem ekki urðu jarðskjálftar stærri en M3 þá kom kröftugur skjálfti ANA af Fagradalsfjalli kl. 02:12 í nótt. Skjálftinn mældist M4,1. Í nótt hafa svo fylgt í kjölfarið fjórir skjálftar sem hafa mælst M3,0 til M3,2.
Ekkert lát er á skjálftavirkninni þó svo stórir skjálftar séu færri.