Einn féll á svelli og annar af hesti og búkolla keyrði á hús
Á Mánagrund við hesthúsin féll maður af hestbaki og var fluttur á sjúkrahúsið í Keflavík til skoðunar nú í vikunni. Þá féll drengur á svelli á skólalóð Njarðvíkurskóla og var fluttur á sjúkrahúsið í Keflavík. Þá keyrði svokölluð búkolla á þjónustuhús við Smábátahöfnina í Gróf. Sprunga kom í húsið og ljósamastur á því bognaði. Þetta er meðal þess sem lesa má í dagbók lögreglunnar í Keflavík á netinu:
Mánudagur 24. nóvember 2003.
Kl. 06:10 var tilkynnt um eld í íbúðarhúsi að Djúpavogi 13 í Höfnum. Fóru lögregla og slökkvilið á staðinn. Reyndist eldurinn vera í geymslu við anddyri. Gekk vel að slökkva en nokkrar skemmdir urðu á geymslunni.
Kl.07:58 var tilkynnt um skemmdarverk á bifreiðum við Háseylu í Njarðvík. Hafði verið stungið á alla hjólbarða tveggja bifreiða og hefur það skeð s.l. nótt.
Kl. 15:05 var tilkynnt um umferðaróhapp við smábátahöfnina í Grófinni í Keflavík. Hafði grjótflutningabifreið sem ekið var um hafnarsvæðið runnið til í hálku og lent á þjónustuhúsi fyrir höfnina. Kom sprunga í húsið og ljósamastur á því bognaði
Kl. 17:05 var tilkynnt um útafakstur á Hafnavegi. Engin slys á fólki og litlar sem engar skemmdir á bifreiðinni.
Á kvöldvaktinni var einn ökumaður kærður fyrir hraðakstur í umdæminu. Sá ók á Garðvegi á 120 km þar sem hámarkshraði er 90 km.
Þriðjudagurinn 25. nóvember 2003.
Ekkert fréttnæmt gerðist á næturvaktinni.
Kl. 08:22 var tilkynnt um bílveltu á Reykjanesbraut á Strandarheiði. Þarna hafði jeppabifreið farið útaf og oltið en engin slys á fólki. Bifreiðin var mikið skemmd og fjarlægð með dráttarbifreið.
Kl. 16:15 var tilkynnt um tjón á jarðýtu á Reykjanesbraut þar sem vegaframkvæmdir standa yfir. Þarna höfðu orðið skemmdir á jarðýtu er snjóruðningstæki var ekið framhjá.
Einn ökumaður var kærður fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut. Mældist hraði hans 125 km. þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km.
Einn aðili var kærður fyrir að mæta ekki með bifreið sína til skoðunar á réttum tíma.
Ekkert fréttnæmt gerðist á kvöldvaktinni.
Miðvikudagurinn 26. nóvember 2003.
Á næturvaktinni voru eigendur 10 ökutækja kærðir fyrir að vanrækja að færa bifreiðar sínar til aðalskoðunar á réttum tíma.
Á kvöldvaktinni voru tveir piltar um tvítugt handteknir í Keflavík, grunaðir um vörslu fíkniefna og neyslu. Eftir dómsúrskurð þar um, var framkvæmd leit í bifreið viðkomandi og herbergi annars þeirra, sem er í verbúð. Talsvert magn af tækjum og tólum til fíkniefnaneyslu fundust við þá leit og leifar af fíkniefnum, þá fannst meint E-pilla. Annar pilturinn viðurkenndi neyslu kannabisefna. Piltarnir hafa verið látnir lausir úr haldi lögreglu. Málið telst upplýst.
Fimmtudagurinn 27. nóvember 2003.
Á næturvaktinni voru tekin skráningarnúmer af einni bifreið. Eigandi bifreiðarinnar verður kærður, þar sem hann hafði vanrækt að færa hana til aðalskoðunar í tvö ár í röð.
Á dagvaktinni voru tveir ökumenn stöðvaðir fyrir að virða ekki stöðvunarskyldu á mótum Stekks og Njarðarbrautar.
Þá féll drengur á svelli á skólalóð Njarðvíkurskóla og var fluttur á sjúkrahúsið í Keflavík.
Baldursgötu í Keflavík voru 8 ökumenn stöðvaðir fyrir að nota ekki öryggisbelti við akstur bifreiða. í bifreiðum þessum voru 3 farþegar sem ekki notuðu öryggisbelti.
Á Mánagrund við hesthúsin féll maður af hestbaki og var fluttur á sjúkrahúsið í Keflavík til skoðunar.
Föstudagurinn 28. nóvember 2003.
kl. 13:31 var tilkynnt að ekið hafi verið á Toyotu Yaris fólksbifreið á bifreiðaplani við Hafnargötu 36 í Keflavík, og tjónvaldur ekið burt af staðnum. Skemmdir urðu á afturhöggvara bifreiðarinnar. Áreksturinn mun hafa átt sér stað á tímabilinu 07:00-13:00 í dag.
Rólegt var á næturvaktinni. Á föstudagskvöld var einn ökumaður kærður fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut. Mældist hraði hans 115 km. þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km.
Þrjú útköll bárust vegna hávaða í heimahúsum.
Kl. 04:43 var tilkynnt um innför í hús við Heiðarból. Vaknaði húseigandinn við það að maður var að bera þýfi út úr húsinu. Lagði þjófurinn á flótta og elti húseigandinn hann en missti sjónar af honum við Óðinsvelli. þjófurinn fannst ekki þrátt fyrir mikla leit. Telur húseigandinn sig geta þekkt manninn aftur.
Laugardagurinn 29. nóvmember 2003.
Mjög rólegt var á vaktinni fram að hádegi.
Kl. 12:53 var tilkynnt um innbrot í íbúðarhús við Baugholt í Keflavík. Húsráðendur eru erlendis, en sonur þeirra tilkynnti um atburðinn. Kom í ljós að farið hafi verið inn um glugga á húsinu og kvaðst tilkynnandi sjá í fljótu bragði að búið væri að stela bifreið úr bílskúrnum. Skráningarnúmer bifreiðarinnar er EP-711, af gerðinni Chrysler Town & Country, brún að lit. Þá kvaðst hann sjá að búið væri að taka, tvö sjónvörp, myndbandstæki, skartgripi, myndir, áfengi og fl. Tilkynnandi kvaðst hafa komið síðast á staðinn 23.11.2003 svo innbrotið hefur átt sér stað eftir þann tíma. Unnið er að rannsókn og er einn maður í haldi.
Kl. 13:53 varð árekstur með bifreiðum á bifreiðaplani við Hólmgarð í Keflavík. Engin slys urðu á fólki.
Mánudagur 24. nóvember 2003.
Kl. 06:10 var tilkynnt um eld í íbúðarhúsi að Djúpavogi 13 í Höfnum. Fóru lögregla og slökkvilið á staðinn. Reyndist eldurinn vera í geymslu við anddyri. Gekk vel að slökkva en nokkrar skemmdir urðu á geymslunni.
Kl.07:58 var tilkynnt um skemmdarverk á bifreiðum við Háseylu í Njarðvík. Hafði verið stungið á alla hjólbarða tveggja bifreiða og hefur það skeð s.l. nótt.
Kl. 15:05 var tilkynnt um umferðaróhapp við smábátahöfnina í Grófinni í Keflavík. Hafði grjótflutningabifreið sem ekið var um hafnarsvæðið runnið til í hálku og lent á þjónustuhúsi fyrir höfnina. Kom sprunga í húsið og ljósamastur á því bognaði
Kl. 17:05 var tilkynnt um útafakstur á Hafnavegi. Engin slys á fólki og litlar sem engar skemmdir á bifreiðinni.
Á kvöldvaktinni var einn ökumaður kærður fyrir hraðakstur í umdæminu. Sá ók á Garðvegi á 120 km þar sem hámarkshraði er 90 km.
Þriðjudagurinn 25. nóvember 2003.
Ekkert fréttnæmt gerðist á næturvaktinni.
Kl. 08:22 var tilkynnt um bílveltu á Reykjanesbraut á Strandarheiði. Þarna hafði jeppabifreið farið útaf og oltið en engin slys á fólki. Bifreiðin var mikið skemmd og fjarlægð með dráttarbifreið.
Kl. 16:15 var tilkynnt um tjón á jarðýtu á Reykjanesbraut þar sem vegaframkvæmdir standa yfir. Þarna höfðu orðið skemmdir á jarðýtu er snjóruðningstæki var ekið framhjá.
Einn ökumaður var kærður fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut. Mældist hraði hans 125 km. þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km.
Einn aðili var kærður fyrir að mæta ekki með bifreið sína til skoðunar á réttum tíma.
Ekkert fréttnæmt gerðist á kvöldvaktinni.
Miðvikudagurinn 26. nóvember 2003.
Á næturvaktinni voru eigendur 10 ökutækja kærðir fyrir að vanrækja að færa bifreiðar sínar til aðalskoðunar á réttum tíma.
Á kvöldvaktinni voru tveir piltar um tvítugt handteknir í Keflavík, grunaðir um vörslu fíkniefna og neyslu. Eftir dómsúrskurð þar um, var framkvæmd leit í bifreið viðkomandi og herbergi annars þeirra, sem er í verbúð. Talsvert magn af tækjum og tólum til fíkniefnaneyslu fundust við þá leit og leifar af fíkniefnum, þá fannst meint E-pilla. Annar pilturinn viðurkenndi neyslu kannabisefna. Piltarnir hafa verið látnir lausir úr haldi lögreglu. Málið telst upplýst.
Fimmtudagurinn 27. nóvember 2003.
Á næturvaktinni voru tekin skráningarnúmer af einni bifreið. Eigandi bifreiðarinnar verður kærður, þar sem hann hafði vanrækt að færa hana til aðalskoðunar í tvö ár í röð.
Á dagvaktinni voru tveir ökumenn stöðvaðir fyrir að virða ekki stöðvunarskyldu á mótum Stekks og Njarðarbrautar.
Þá féll drengur á svelli á skólalóð Njarðvíkurskóla og var fluttur á sjúkrahúsið í Keflavík.
Baldursgötu í Keflavík voru 8 ökumenn stöðvaðir fyrir að nota ekki öryggisbelti við akstur bifreiða. í bifreiðum þessum voru 3 farþegar sem ekki notuðu öryggisbelti.
Á Mánagrund við hesthúsin féll maður af hestbaki og var fluttur á sjúkrahúsið í Keflavík til skoðunar.
Föstudagurinn 28. nóvember 2003.
kl. 13:31 var tilkynnt að ekið hafi verið á Toyotu Yaris fólksbifreið á bifreiðaplani við Hafnargötu 36 í Keflavík, og tjónvaldur ekið burt af staðnum. Skemmdir urðu á afturhöggvara bifreiðarinnar. Áreksturinn mun hafa átt sér stað á tímabilinu 07:00-13:00 í dag.
Rólegt var á næturvaktinni. Á föstudagskvöld var einn ökumaður kærður fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut. Mældist hraði hans 115 km. þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km.
Þrjú útköll bárust vegna hávaða í heimahúsum.
Kl. 04:43 var tilkynnt um innför í hús við Heiðarból. Vaknaði húseigandinn við það að maður var að bera þýfi út úr húsinu. Lagði þjófurinn á flótta og elti húseigandinn hann en missti sjónar af honum við Óðinsvelli. þjófurinn fannst ekki þrátt fyrir mikla leit. Telur húseigandinn sig geta þekkt manninn aftur.
Laugardagurinn 29. nóvmember 2003.
Mjög rólegt var á vaktinni fram að hádegi.
Kl. 12:53 var tilkynnt um innbrot í íbúðarhús við Baugholt í Keflavík. Húsráðendur eru erlendis, en sonur þeirra tilkynnti um atburðinn. Kom í ljós að farið hafi verið inn um glugga á húsinu og kvaðst tilkynnandi sjá í fljótu bragði að búið væri að stela bifreið úr bílskúrnum. Skráningarnúmer bifreiðarinnar er EP-711, af gerðinni Chrysler Town & Country, brún að lit. Þá kvaðst hann sjá að búið væri að taka, tvö sjónvörp, myndbandstæki, skartgripi, myndir, áfengi og fl. Tilkynnandi kvaðst hafa komið síðast á staðinn 23.11.2003 svo innbrotið hefur átt sér stað eftir þann tíma. Unnið er að rannsókn og er einn maður í haldi.
Kl. 13:53 varð árekstur með bifreiðum á bifreiðaplani við Hólmgarð í Keflavík. Engin slys urðu á fólki.