Miðvikudagur 6. október 2010 kl. 09:59
Einn fasteignakaupsamningur
Aðeins einum fasteignakaupsamningi var þinglýst á Suðurnesjum síðustu vikuna í september. Hann var reyndar um annars konar eign en íbúðarhúsnæði.
Á sama tíma var 89 kaupsamningum þinglýst á höfuðborgarsvæðinu, þremur á Akureyri og fjórum á Árborgarsvæðinu, samkvæmt tölum frá Þjóðskrá.