Einn á sjúkrahús eftir harðan árekstur í Garði
Einn var fluttur með sjúkrabíl á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar eftir harðan árekstur á Garðbraut í Garði nú undir kvöld. Þar var bifreið ekið á aðra kyrrstæða svo af hlaust töluvert tjón.
Lögreglan og sjúkrabíll komu fljótlega á vettvang en slökkvilið Brunavarna Suðurnesja þurfti einnig að senda mannskap á bifreið til að hreinsa upp olíu sem lak niður á vettvangi árekstursins.
Samkvæmt upplýsingum Víkurfrétta urðu ekki alvarleg meiðsli í árekstrinum.
VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson