Einn á nöglum 4. júlí
Fjórir ökumenn voru kærðir fyrir að nota ekki bílbelti í gær, mánudag, einn ökumaður var kærður fyrir að vera á nagladekkjum, einn var kærður fyrir að vera með útrunnið ökuskírteini og einn fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut. Mældist hann á 114 km. hraða þar sem leifður hámarkshraði er 90 km. Tveir minniháttar árekstrar urðu.
Mynd: Lögreglan með hraðakóng kvöldsins í kantinum. 114 km. hraði á Reykjanesbraut. VF-símamynd