Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Einn á hraðferð og annar ölvaður
Þriðjudagur 8. maí 2007 kl. 09:19

Einn á hraðferð og annar ölvaður

Einn ökumaður var kærður fyrir of hraðan akstur í Reykjanesbraut í gær en hann var mældur á 145 km hraða þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km. Þá var annar ökumaður stöðvaður í miðbæ Reykjanesbæjar vegna gruns um ölvun við akstur.
Tveir minniháttar árekstrar urðu í umdæmi Lögreglunnar á Suðurnesjum í gær, annar á Vatnsnesvegi í Keflavík og hinn á Víkurbraut í Grindavík. Engin slys urðu á fólki og tjón á ökutækjum var minniháttar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024