Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Einlæg frásögn Birnu Daggar af einelti vekur athygli á YouTube
Fimmtudagur 5. janúar 2012 kl. 16:17

Einlæg frásögn Birnu Daggar af einelti vekur athygli á YouTube

Birna Dögg Kristjánsdóttir, fimmtán ára stúlka sem lögð hefur verið í einelti af skólafélögum sínum á Suðurnesjum, segist orðin þreytt á að bera grímu og deilir á einlægan hátt reynslu sinni af eineltinu í myndbandi sem hún bjó til á setti á YouTube en dv.is vekur athygli á myndbandinu í dag.
Myndbandið heitir Rödd orðanna & daglega gríman, en yfir 10.000 manns hafa horft á myndbandið nú þegar.
Þar biður Birna Dögg um stuðning og skilning á því sem hún er að ganga í gegnum því hún viti að hún „er ekki ein sem berst gegn þessum sársauka.“

Birna sýnir mikið hugrekki og hefur fengi jákvæð viðbrögð við myndbandinu jafnt á internetinu sem og hjá skólafélögum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Móðir Birnu Daggar, Kristjana Birna Svansdóttir, segir í samtali við DV dóttir sína hafa gert myndbandið í jólafríinu, en þá leið henni illa og kveið fyrir að skólinn hefðist á nýjan leik eftir áramót. Að sögn Kristjönu er Birna Dögg nú að byggja sig upp og þær mæðgur eru vongóðar um að bjartari tímar séu framundan og eins og Birna orðar það sjálf í myndbandinu. „Ég ber grímu á andlitinu mínu og leik allt aðra Birnu og ég er orðin býsna þreytt á að þykjast vera allt önnur en ég er. En núna er ég hætt að leika þessa feik Birnu. Og þið þurfið bara að sætta ykkur við það.“

Myndbandið má sjá hér að neðan.