Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Miðvikudagur 19. nóvember 2003 kl. 14:43

Einkunnir lægstar á Suðurnesjum

Grunnskólanemar í 4. og 7. bekk á Suðurnesjum koma mjög illa út úr samræmdum prófum sem haldin voru 16. og 17. október, en átta þúsund nemendur þreyttu prófin. Meðaleinkunn í stærðfræði í 4. bekk yfir landið var 7,0 og 6,6 í íslensku. Í 7. bekk var meðaleinkunn 7,5 í stærðfræði og Íslensku.
Þegar einkunnir eru bornar saman milli landshluta styðst Námsmatsstofnun við meðaltöl normaldreifðra einkunna, þar sem meðaltalið er 5,0. 
Þegar einkunnir 4. og 7. bekkjar á Suðurnesjum eru skoðaðar kemur í ljós að í 4. bekk er meðaleinkunn í stærðfræði 4,8 og í íslensku er meðaleinkunnin 4,5. Í 7. bekk er meðaleinkunn í stærðfræði 4,5 og í íslensku 4,1.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024