Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Einkahlutafélag um félagslegt leiguhúsnæði stofnað í Reykjanesbæ?
Miðvikudagur 29. maí 2002 kl. 17:08

Einkahlutafélag um félagslegt leiguhúsnæði stofnað í Reykjanesbæ?

Framkvæmda- og tækniráð Reykjanesbæjar hefur lagt til að stofnað verði einkahlutafélag um félagslegt leiguhúsnæði í eigu bæjarfélagsins. Allt hlutafé verði í eigu Reykjanesbæjar en gert er ráð fyrir að stofnframlag Reykjanesbæjar verði tæpar 250 milljónir króna, sem skiptist í 100 milljónir í hlutafé og yfirverðsreikningur hlutafjár 150 milljónir.Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti á fundi sínum 7. nóvember 2000 að færa allar félagslegar leiguíbúðir, þar með talið ibúðir fyrir aldraðra í sérstakt hlutafélag með það að markmiði að allur kostnaður við rekstur og viðhald fasteigna verði gerður sýnilegurog að tekjur standi undir kostnaði til lengri tíma litið.

Björk Guðjónsdóttir, formaður framkvæmda- og sagði í samtali við Víkurfréttir að tilgangurinn með þessum breytingum sé meðal annars sá að þeir sem þiggji þjónustu sem leigjendur hjá fasteignafélaginu sitji allir við sama borð hvað leigugjöld varðar fyrir sambærilegt húsnæði í Reykjanesbæ. ‚‚Húsaleigan er ákvörðuð samkvæmt samræmdum reglum Íbúðarlánasjóðs en vextir af lánum eru mismunandi sem síðan hefur endurspeglast í því að leigugjald hefur ekki verið það sama hjá fólki í nákvæmlega eins íbúðum, því lánin hafa verið tekin á mismunandi tíma‘‘ sagði Björk.

Björk segjist telja að stofnun fasteignafélags sé mjög góð leið til að gera allan kostnað við reksturinn sýnilegan og að það markmið náist að leigutekjur standi undir kostnaði til lengri tíma litið. ‚‚Til þess að þessi markmið náist hefur verið keypt sérstakt viðhaldskerfi þar sem allar upplýsingar um íbúðir eru skráðar inn og mjög auðvelt er að fylgjast með rekstrinum frá degi til dags og gera langtíma rekstraráætlanir. Auk þess sem með þessum breytingum á öll þjónusta við leigjendur að verða mun skilvirkari‘‘ sagði Björk Guðjónsdóttir aðspurð um nauðsyn stofnunar fasteingafélagsins.

Fyrri umræða tillögunar fór fram á seinasta bæjarstjórnarfundi, en það verður í höndum nýrrar bæjarstjórnar að skoða málið í annarri umræðu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024