Einkabílar lögregluþjóna „lyklaðir“
Einkabifreiðar tveggja lögregluþjóna voru rispaðar illa, líklega með lykli, á bílastæðinu við lögreglustöðina í Keflavík, aðfararnótt mánudags. Að sögn lögregluþjóns á vakt er um mikið tjón að ræða því heilsprauta þarf báða bifreiðarnar vegna skemmda. Hann segir að sem betur fer sé fátítt að eitthvað þessu líkt sé gert í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum. Málið er í rannsókn.