Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Eini kosturinn að skila ruslinu aftur í sjóinn
Laugardagur 8. ágúst 2015 kl. 11:11

Eini kosturinn að skila ruslinu aftur í sjóinn

-Tómas Knútsson hjá Bláa hernum er ráðþrota

Blái herinn hreinsaði á vordögum rusl úr fjörum sem fyllti 24 fiskikör og vegur 3500 kg en fær ekki aðstoð við förgun.

Tómas Knútsson stofnandi Bláa hersins hefur unnið brautryðjendastarf við hreinsun í höfum landsins og segir hann á Facebook síðu sinni vera orðinn ráðalaus yfir áhugaleysi og sé viðleitni hans til þess að gera samfélaginu eitthvert gagn á þrotum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

"Ég hef leitað til ýmissa aðila um að kaupa þetta af mér og koma í rétta förgun en það er enginn vilji til að gera það. það er því tvennt í stöðunni, borga förgunarkostnaðinn eða skila ruslinu aftur í sjóinn."

Blái herinn eru frjáls félagasamtök sem hafa starfað frá árinu 1995 að umhverfisvernd í hafi og hafa yfir 1200 tonn af rusli verið hreinsuð úr náttúruni og komið til endurvinnslu.