Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • „Einfaldlega góður siður“ segir lögreglustjóri
  • „Einfaldlega góður siður“ segir lögreglustjóri
Föstudagur 3. júlí 2015 kl. 08:00

„Einfaldlega góður siður“ segir lögreglustjóri

Ríkisfáninn við lögreglustöðina vekur athygli.

„Ákvörðunin var tekin vegna þess að það er einfaldlega góður siður að sýna bæði ríkisstofnuninni virðingu og fánanum. Ég er þeirrar prívat skoðunar að það mætti nota íslenska fánann meira en gert er. Notkunin virðist oftast fylgja fánadögum og svo hugsanlega persónulegum hátíðisdögum þeirra eiga flagg og fánastöng,“ segir lögreglustjórinn á Suðurnesjum, Ólafur Helgi Kjartansson, en vakið hefur athygli að ríkisfáninn blaktir þar við hún á hverjum degi. Ætlunin er að íbúar Reykjanesbæjar og aðrir sem þar fara um sjái fánann við hún á hverjum degi við lögreglustöðina við Hringbraut. 

Ólafur Helgi segir að þau viðbrögð sem lögreglan hefur fengið hafi verið jákvæð. „Fólk spyr dálítið um þetta. Fyrsti dagurinn sem við flögguðum var þegar lögreglumaðurinn Sigvaldi Arnar Lárusson hóf göngu sína til Hofsóss. Það tengdist því reyndar ekki en var skemmtileg tilviljun.“ Aðallega hafi verið spurt hvers vegna verið sé að flagga tjúgufánanum. „Hann er náttúrulega ríkisfáni og þetta er ríkisstofnun. Það er enginn vafi á að hann á vel við á þessum stað,“ segir lögreglustjórinn að lokum. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024