Einbeita sér nú að því taka á móti íbúum í Grindavík
Viðbragðsaðilar einbeita sér nú að því taka á móti íbúum í Grindavík. Veður í dag er óhagstætt. Gengur á með éljum og skefur yfir vegi til og frá Grindavík á vissum köflum, segir í tilkynningu frá Úlfari Lúðvíkssyni, lögreglustjóra á Suðurnesjum.
Ekki verður hægt að sinna fjölmiðlum í dag, segir jafnframt í tilkynningunni.