EINAR MAGNÚSSON NÝR FORMAÐUR GS
Einar Magnússon, tannlæknir í Keflavík hefur tekið við formennsku í Golfklúbbi Suðurnesja af Sæmundi Hinrikssyni sem gegnt hefur embættinu sl. tvö ár. Rekstur golfklúbbsins hefur gengið ágætlega undanfarin ár og nýr formaður sagðist bjartsýnn á framtíð klúbbsins. Hann vildi þó gera ýmsar breytingar sem kæmu í ljós á nýju ári.Klúbburinn varð 35 ára á árinu en hann er stofnaður í mars 1964. Af því tilefni var eftirlifandi stofnendum sérstaklega boðnir á aðalfund GS sem haldinn var sl. sunnudag og voru þeim færðar blóm.Á næsta ári verður hugsanlega haldið fyrsta atvinnumannamót hér á landi í golfi og mun það þá fara fram á Hólmsvelli. Það er fyrirtæki Gylfa Kristinssonar, Alhliða efh. sem er að vinna að málinu með bresku fyrirtæki sem hefur starfað að ýmsummálum í atvinnumannagolfi í Evrópu.