Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Einar Júlíusson látinn
Laugardagur 21. janúar 2023 kl. 15:32

Einar Júlíusson látinn

Eitt helsta átrúnaðargoð unga fólksins á 7. áratugnum, söngvarinn Einar Júlíusson, lést í faðmi fjölskyldunnar síðastliðna nótt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölskyldunni.

Einar fæddist í Keflavík 20. ágúst 1944, hann bjó og starfaði þar alla tíð.  Einar byrjaði á barnsaldri að syngja, hann var einn af stofnefndum Hljóma og var fyrsti söngvari þeirra frægu hljómsveitar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hann átti síðan farsælan 23 ára ferill með hljómsveitinni „Pónik og Einar“.

Á síðari árum lagði hann áherslu á einsöng, þar sem hann söng við ýmsar athafnir.  Einar söng á hljómplötu með Ellý Vilhjálmsdóttur og varð sú plata mjög vinsæll.

Fræg lög sem Einar söng voru til dæmis lögin „Brúnu ljósin brúnu“, „Léttur í Lundu“ og „Viltu dansa“.