Einar Jón forseti bæjarstjórnar leiðir D-lista sjálfstæðismanna og óháðra í Suðurnesjabæ
Framboðslisti D-lista sjálfstæðismanna og óháðra í Suðurnesjabæ hefur verið samþykktur. Listinn er skipaður fjölbreyttum hópi einstaklinga með góða þekkingu á sveitarfélaginu, segir í tilkynningu. Í hópnum eru reynslumiklir aðilar sem hafa stýrt hafa sveitarfélaginu af festu og skynsemi en þar eru einnig nýir frambjóðendur sem nú stíga sín fyrstu skref í sveitarstjórnarmálum fullir áhuga á því að gera góðan bæ enn betri.
Einar Jón Pálsson, stöðvarstjóri og forseti bæjarstjórnar, leiðir listann. Í öðru sæti er Magnús Sigfús Magnússon, verkalýðsformaður og bæjarfulltrúi. Þriðja sæti listans skipar Oddný Kristrún Ásgeirsdóttir, verkefnastjóri Ferðaþjónustu Reykjaness. Fjórða sæti skipar Svavar Grétarsson, sölumaður og varabæjarfulltrúi og í fimmta sæti er Eva Rut Vilhjálmsdóttir, sundlaugarvörður og knattspyrnuþjálfari.
Fullskipaður listi er sem hér segir:
1. Einar Jón Pálsson, stöðvarstjóri og forseti bæjarstjórnar
2. Magnús Sigfús Magnússon, verkalýðsformaður og bæjarfulltrúi
3. Oddný Kristrún Ásgeirsdóttir, verkefnisstjóri ferðaþjónustu Reykjaness
4. Svavar Grétarsson, sölumaður
5. Eva Rut Vilhjálmsdóttir, sundlaugavörður og knattspyrnuþjálfari
6. Þórsteina Sigurjónsdóttir, skrifstofumaður
7. Elín Björg Gissurardóttir, forstöðumaður félagsmiðstöðva
8. Guðlaug Helga Sigurðardóttir, atvinnurekandi
9. Tinna Torfadóttir, forstöðumaður Dagdvalar aldraðra
10. Arnar Geir Ásgeirsson, flugmaður
11. Jónatan Már Sigurjónsson, aðstoðarvarðstjóri Flugverndar Isavia
12. Auður Eyberg Helgadóttir, stöðvarstjóri einangrunarstöðvar
13. Jóhann Ingi Kjærnested Þorvaldsson, löggildur fasteignasali
14. Hanna Margrét Jónsdóttir, háskólanemi
15. Anes Moukhliss, sölumaður í Fríhöfninni
16. Rakel Jónsdóttir, viðskiptarfræðingur
17. Jón Heiðar Hjartarson, vörubílstjóri
18. Bogi Jónsson, veitingamaður og frumkvöðull