Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Einar Hannesson tekur við sem sparisjóðsstjóri Spkef sparisjóðs
Mánudagur 1. nóvember 2010 kl. 13:44

Einar Hannesson tekur við sem sparisjóðsstjóri Spkef sparisjóðs

Í dag, mánudaginn 1. nóvember, tekur nýr sparisjóðsstjóri við Spkef sparisjóði. Einar Hannesson, sem stjórn sparisjóðsins réð nýverið til að stýra sparisjóðnum, tekur við og um leið mun Angantýr V. Jónasson, fráfarandi sparisjóðsstjóri, hverfa til annara verkefna innan sjóðsins.


Einar kemur til starfa hjá sparisjóðnum frá Icelandair Ground Services, IGS, þar sem hann hefur verið framkvæmdastjóri undanfarin ár. Einar hefur í senn víðtæka menntun og reynslu af stjórnun fyrirtækja. Það er fengur fyrir sparisjóðinn að honum sé stýrt af reynslumiklu fólki úr atvinnulífinu sem þekkir til þarfa og væntinga einstaklinga sem og fyrirtækja þegar kemur að fjármálum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Einar hefur ásamt fjölskyldu sinni búið á Suðurnesjum undanfarin ár.



Mynd: Ásta Dís Óladóttir stjórnarformaður SpKef afhendir Einari Hannessyni, nýjum sparisjóðsstjóra lyklana að sparisjóðnum.