Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Einar Hannesson ráðinn framkvæmdastjóri Fastus
Föstudagur 11. nóvember 2016 kl. 14:02

Einar Hannesson ráðinn framkvæmdastjóri Fastus

Fastus hefur ráðið Einar Hannesson í starf framkvæmdastjóra. Einar hefur víðtæka reynslu af stjórnun og rekstri en síðastliðin sex ár hefur Einar starfað sem útibússtjóri Landsbankans í Reykjanesbæ. Þar áður starfaði Einar lengstum sem forstöðumaður flugafreiðslusviðs Icelandair Ground Services.

Stefnt er að því að Einar hefji störf hjá Fastus fyrir áramót en aðspurður segist Einar vera fullur tilhlökkunar yfir því að taka við nýju starfi. „Fastus er afar spennandi fyrirtæki á líflegum markaði. Það verður gaman að vera þátttakandi í að þróa og móta framtíðarstefnu þessa öfluga fyrirtækis,” segir Einar og bætir við að hans fyrstu verk verði að kynnast innviðum félagsins, starfsmönnum og viðskiptavinum.  
Einar er með BSc gráðu í iðnaðartæknifræði auk MBA gráðu frá Háskóla Íslands. Eiginkona Einars er Magndís Andrésdóttir hjúkrunarfræðingur og eiga þau þrjú börn.  

Fastus er framsækið þjónustufyrirtæki sem sér fyrirtækjum og stofnunum á heilbrigðissviði, og í rekstri tengdum matvælum og iðnaði, fyrir tækjum, búnaði og rekstrarvörum.  Hjá félaginu starfa 50 manns með víðtæka menntun, reynslu og vöruþekkingu á sviði ráðgjafar og þjónustu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024