Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Einar Guðberg heiðursfélagi Þroskahjálpar á Suðurnesjum
Mánudagur 14. október 2002 kl. 10:07

Einar Guðberg heiðursfélagi Þroskahjálpar á Suðurnesjum

Einar Guðberg var í gær útnefndur fyrsti heiðursfélagi Þroskahjálpar á Suðurnesjum í 25 ára afmælisfagnaði samtakanna í veitingahúsinu Stapa. Húsfyllir var á samkomunni og stóðu gestir upp og klöppuðu Einari lof í lófa. Einar fór í pontu ásamt Vali syni sínum og lýsti aðdraganda að stofnun Þroskahjálpar á Suðurnesjum, en Einar tók þátt í stofnuninni og var kjörinn fyrsti formaður Þroskahjálpar á Suðurnesjum 10. október 1977.Þroskahjálp á Suðurnesjum bárust margar kveðjur og gjafir í tilefni tímamótanna, enda nýtur Þroskahjálp mikils velvilja hjá líknarfélögum á Suðurnesjum sem og annars staðar.

Fleiri myndir frá afmælishátíðinni í Víkurfréttum á fimmtudaginn.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024