Einar Friðrik tæknifulltrúi í Garði og Sandgerði
Einar Friðrik Brynjarsson hefur hafið störf sem tæknifulltrúi og mun starfa með Jóni Ben Einarssyni umhverfis-, skipulags-og byggingarfulltrúa. Þeir starfa báðir fyrir Sveitarfélagið Garð og Sandgerðisbæ, samkvæmt samstarfssamningi sveitarfélaganna.
Einar Friðrik á og rekur fyrirtækið Lauftækni sem er umhverfis-, garðyrkju- og sérfræðiþjónusta og er staðsett á Ásbrú í Reykjanesbæ.