Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Einar Bárðarson rændur
Föstudagur 9. apríl 2010 kl. 09:18

Einar Bárðarson rændur

Hljóðkerfi Officera Klúbbsins hefur verið stolið. Það uppgötvaðist í síðustu viku. Hljóðkerfið er af gerðinni JBL Eon og samanstóð af 4 sambærilegum hátölurum sem skiptust í 2 svokallaða toppa og 2 botna.


Hljóðkerfið hafði ekki verið notað síðan fyrir jól á jólahlaðborði Officera Klúbbsins og því hafði verið komið fyrir í sérstakri geymslu fyrir innan Geysis-herbergið svokallaða.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Lítil sem engin starfsemi hefur verið eftir áramótin í klúbbnum enda gengið á ýmsu, þakið meðal annars fokið af í febrúar svo eitthvað sé nefnt. Þess vegna hafði engin orðið var við þjófnaðinn á tækjunum.


„Mikið af iðnaðarmönnum hefur verið að vinna við viðgerð eftir að þakið fauk og það má vera að einhverjum hafi tekist óséðum að fjarlægja kerfið við þær aðstæður. Við heitum 20.000 í fundarlaun fyrir þann sem getur komið til okkar upplýsingum um hvar kerfið er niður komið,“ Sagði Einar Bárðarson sem hefur haft Officera Klúbbinn á leigu.


Á meðfylgjandi mynd er hægt að sjá hvernig hátalrarnir líta út.