Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ein stærsta fiskeldisstöð heims rís á Reykjanesi
Þriðjudagur 3. september 2013 kl. 09:11

Ein stærsta fiskeldisstöð heims rís á Reykjanesi

Ein stærsta fiskeldisstöð heims, sem byggð er á landi, hefur síðustu mánuði risið á Reykjanesi í næsta nágrenni við Reykjanesvirkjun. Nú þegar hafa risið gríðarstórar byggingar upp á þúsundir fermetra og verið er að steypa eldisker af öllum stærðum í tugavís. Það er fyrirtækið Stolt Sea Farm sem byggir stöðina.

Þó svo að mannvirkin séu nú þegar umfangsmikil þá eru þau aðeins um 10% þess sem mun rísa á allra næstu árum. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, kynnti sér byggingu stöðvarinnar í vikunni sem leið en um er að ræða milljarða króna fjárfestingu og vinnustað sem veitir um 50-60 manns vinnu.

Í fiskeldisstöðinni verður ræktuð Senegalflúra sem er vinsæll matfiskur um allan heim. Ársframleiðsla fyrsta áfanga stöðvarinnar verður 500 tonn en þegar stöðin verður fullbyggð verður ársframleiðslan komin í 2000 tonn. Nú eru fyrstu seyðin komin í stöðina og byrjuð að vaxa en markaðsstærð fisksins er 380-420 grömm.

Um 90 manns hafa haft atvinnu af byggingu stöðvarinnar. Gríðarlegt magn af steypu hefur verið notað við framkvæmdirnar og t.a.m. þurfti steypu úr 666 steypubílum til að steypa eldiskerin.



Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024