Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ein og hálf milljón króna til björgunarsveita á Suðurnesjum
Frá afhendingu styrkjanna til björgunarsveitanna. Á myndinni frá vinstri eru: Skúli Skúlason frá KSK, Jóhann Hannesson frá Skyggni í Vogum, Ingólfur Sigurjónsson frá Ægi í Garði, Kristófer Karlsson frá Sigurvon í Sandgerði, Ásta Gunnarsdóttir og Gil Fernandes frá Björgunarsveitinni Suðurnes í Reykjanesbæ. Á myndina vantar Boga Adolfsson frá Þorbirni í Grindavík. VF-mynd: Hilmar Bragi.
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
föstudaginn 10. desember 2021 kl. 09:42

Ein og hálf milljón króna til björgunarsveita á Suðurnesjum

Kaupfélag Suðurnesja afhenti björgunarsveitunum á Suðurnesjum styrk upp á eina og hálfa milljón króna nú á aðventunni. 

Við afhendingu styrkjanna sagði Skúli Skúlason, formaður KSK, meðal annars: „Það er líklega vonlaust að reyna að setja tölu á hversu mörgum björgunarsveitirnar okkar hér á Suðurnesjum hafa hjálpað eða hversu mörgum mannslífum þær hafa bjargað. Samfélagið reiðir sig á starfið. Við gerum okkur samt tæplega grein fyrir þeim aðstæðum sem mætir þessum ótrúlega hópi sjálfboðaliða sem standa oft frammi fyrir erfiðum aðstæðum. Í björgunarsveitum endurspeglast hughrekki, kraftur og samkennd sem einkennt hefur fámenna þjóð í hrjóstugu landi og starf í björgunarsveit er lífsstíll.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024