Eimskip, Flytjandi og Kiwanis gefa öllum sex ára börnum reiðhjólahjálma
Dagana 10. – 15. maí næstkomandi verður öllum sex ára börnum (fæddum 1997) á landinu gefnir reiðhjólahjálmar. Um er að ræða átak til að stuðla að auknu öryggi barna á reiðhjólum. 4200 sex ára börn fá hjálmana að gjöf og þrautabók sem inniheldur fróðleik um öryggi á reiðhjóli og þrautir.
Þetta er í fyrsta sinn sem öll sex ára börn á landinu fá hjálm að gjöf og að baki liggur samningur þriggja aðila, Kiwanis, Eimskips og Flytjanda. Eimskip flytur hjálmana til landsins, Flytjandi sér um dreifinguna, og Kiwanis menn afhenda hjálmana í skólum landsins.
Rannsóknir sýna að hjálmur sem er rétt stilltur kemur í veg fyrir áverka á höfði í 85% tilfella hvort heldur um er að ræða árekstur við bifreið eða að barnið detti á hjóli. Flest hjólreiðaslys á börnum verða við fall af reiðhjóli án þess að ökutæki komi þar við sögu. Í slíkum tilfellum dregur hjálmurinn úr högginu ef höfuð barnsins lendir á gangstétt, kantsteini eða öðrum hörðum fleti. Fimm til sex ára börn eru fær um að valda tvíhjóli, en öryggið skiptir öllu máli. Börnin eiga að nota reiðhjólahjálm og mega hjóla á öruggum stöðum þar sem þau er aðskilin frá bílaumferð.
Í umferðarlögum segir að börnum yngri en 15 ára sé skylt að nota hjólreiðahjálm við hjólreiðar. Átaksverkefni Kiwanis, Eimskips og Flytjanda, er til þess gert að tryggja að öll sex ára börn eigi hjálm, sem þeim beri að nota þegar þau fara út að hjóla.
Hápunktur átaksins verður fjölskyldudagur sem haldinn verður um allt land þann 15. maí næstkomandi. Í þrautabókinni sem dreift verður til allra barna á þessum aldri er að finna þrautir sem þau leysa á fjölskyldudeginum. Tekið verður við þátttökuseðlum á fjölskyldudaginn og dregið verður úr seðlum þann 22. maí næstkomandi og eru glæsilegir vinningar í boði.
Á Suðurnesjum verður Kiwanishúsið á Iðavöllum opið frá klukkan 10 til 14.
Myndin: Herdís Storgaard, slysavarnarfulltrúi barna, fer yfir helstu öryggisatriði varðandi hjálmanotkun þegar fyrstu hjálmarnir voru afhentir um borð í Mánafossi við Oddeyrarbryggju á Akureyri í dag.
Þetta er í fyrsta sinn sem öll sex ára börn á landinu fá hjálm að gjöf og að baki liggur samningur þriggja aðila, Kiwanis, Eimskips og Flytjanda. Eimskip flytur hjálmana til landsins, Flytjandi sér um dreifinguna, og Kiwanis menn afhenda hjálmana í skólum landsins.
Rannsóknir sýna að hjálmur sem er rétt stilltur kemur í veg fyrir áverka á höfði í 85% tilfella hvort heldur um er að ræða árekstur við bifreið eða að barnið detti á hjóli. Flest hjólreiðaslys á börnum verða við fall af reiðhjóli án þess að ökutæki komi þar við sögu. Í slíkum tilfellum dregur hjálmurinn úr högginu ef höfuð barnsins lendir á gangstétt, kantsteini eða öðrum hörðum fleti. Fimm til sex ára börn eru fær um að valda tvíhjóli, en öryggið skiptir öllu máli. Börnin eiga að nota reiðhjólahjálm og mega hjóla á öruggum stöðum þar sem þau er aðskilin frá bílaumferð.
Í umferðarlögum segir að börnum yngri en 15 ára sé skylt að nota hjólreiðahjálm við hjólreiðar. Átaksverkefni Kiwanis, Eimskips og Flytjanda, er til þess gert að tryggja að öll sex ára börn eigi hjálm, sem þeim beri að nota þegar þau fara út að hjóla.
Hápunktur átaksins verður fjölskyldudagur sem haldinn verður um allt land þann 15. maí næstkomandi. Í þrautabókinni sem dreift verður til allra barna á þessum aldri er að finna þrautir sem þau leysa á fjölskyldudeginum. Tekið verður við þátttökuseðlum á fjölskyldudaginn og dregið verður úr seðlum þann 22. maí næstkomandi og eru glæsilegir vinningar í boði.
Á Suðurnesjum verður Kiwanishúsið á Iðavöllum opið frá klukkan 10 til 14.
Myndin: Herdís Storgaard, slysavarnarfulltrúi barna, fer yfir helstu öryggisatriði varðandi hjálmanotkun þegar fyrstu hjálmarnir voru afhentir um borð í Mánafossi við Oddeyrarbryggju á Akureyri í dag.